FJÖLMENNT Á KEILUMÓTI SSF
FJÖLMENNT Á KEILUMÓTI SSF
Árlegt keilumót SSF fór fram í Egilshöll dagana 23. og 14. maí sl. Mótið nýtur vaxandi vinsælda ár frá ári en keppt er í 4ra manna liðum í karla- og kvennaflokki en einnig geta blönduð lið keppt saman í karlaflokki.

Sigurvegarar í karlaflokki, lið Landsbankans. Frá vinstri: Guðmundur Óskar Hauksson, Hannes Jón Hannesson, Kári Agnarsson og Ragnar Ólafsson. Á myndina vantar Ólaf Kolbeinsson.
Spilaðar eru fimm umferðir skv. monrad-kerfi þar sem mismunur á skori liðanna ræður stigagjöf. Í einstaklingskeppni kvenna var Sigríður Klemensdóttir, starfsmaður Sjóvá, hlutskörpust en hún var með flestar fellur og hæsta leik, alls 20 fellur og 238 stig í hæsta leik. Í karlaflokki fékk Hannes Jón Hannesson, starfsmaður landsbankans, verðlaun fyrir hæsta leik, 206 stig, en Jón Sveinsson, starfsmaður RB, fékk verðlaun fyrir flestar fellur, alls 18 talsins. Í liðakeppninni vann kvennalið Sjóvár og karlalið Landsbankans í karlaflokki.

Bronslið í karlaflokki, lið RB. Frá vinstri: Þórir Haraldsson, Jón Sveinsson, Tómas Jóhannsson, Sigfús Þór Guðbjartsson. Á myndina vantar Sigurð Guðmundsson