skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]
SSF 90 ÁRA 30. JANÚAR 2025

SSF 90 ÁRA 30. JANÚAR 2025

  • 22. janúar, 2025

Þann 30. janúar á því herrans ári 1935 komu saman 128 stofnfélagar úr Landsbanka Íslands og Útvegsbanka Íslands og settu á stofn okkar ágæta stéttarfélag sem þá hét SÍB, Samband íslenskra bankamanna eftir nokkurn aðdraganda.  Síðan þá hefur félagið sem árið 2007 breytti nafni sínu í SSF, Samtök starfsmanna fjármálafyrirækja, vaxið og dafnað og í dag eru félagar rúmlega 3700 talsins. Félagið er því 90 ára í ár og af…

Lesa meira
FRAMBOÐ TIL STJÓRNAR SSF

FRAMBOÐ TIL STJÓRNAR SSF

  • 17. janúar, 2025

Kosið verður til stjórnar SSF á þingi samtakanna dagana 20.-21. mars 2025. Allir fullgildir félagsmenn í SSF geta gefið kost á sér.  Atkvæðisrétt hafa kjörnir þingfulltrúar aðildarfélaganna.  Kosið er til þriggja ára.  Í 26. grein samþykkta SSF segir: „Stjórnina skipa 9 aðalmenn. Kjósa skal formann og 1. og 2. varaformann hvern fyrir sig, en síðan 6 meðstjórnendur úr hópi þeirra félagsmanna sem boðið hafa sig fram til stjórnarsetu samanber 20.…

Lesa meira
49. ÞING SSF 20.-21. MARS 2025

49. ÞING SSF 20.-21. MARS 2025

  • 9. janúar, 2025

49. þing SSF verður haldið á Selfossi dagana 20.-21. mars 2025 á 90 ára afmælisári félagsins. Þingið er haldið á 3ja ára fresti og hafa síðustu þing verið haldin á Hótel Selfossi. Þingið er æðsta ákvörðunarvald samtakanna, en þar er hægt að breyta samþykktum, stjórn samtakanna er kosin og þar eru stærstu ákvarðanir teknar. Undirbúningur þingsins er í fullum gangi og stjórn SSF hefur nú þegar skipað kjörnefnd sem hefur…

Lesa meira
HÆKKUN FÆÐINGARORLOFSGREIÐSLNA FRÁ ÁRAMÓTUM

HÆKKUN FÆÐINGARORLOFSGREIÐSLNA FRÁ ÁRAMÓTUM

  • 3. janúar, 2025

Þá er nýtt ár gengið í garð og hjólin hægt og rólega farin að snúast í atvinnulífunu.   Svo sem sjá mátti og heyra í fréttum í gær voru kynntar  ýmsar breytingar m.a. á skattkerfinu, svo sem hækkun persónuafsláttar og  breyting á skattprósentum. En það voru ekki einu breytingarnar heldur á sér stað hækkun greiðslna í fæðingarorlofi til foreldra barna sem fædd eru frá og með 1.1.2025. Allir með laun 800.00/0,8…

Lesa meira
BRÁÐUM KOMA BLESSUÐ JÓLIN

BRÁÐUM KOMA BLESSUÐ JÓLIN

  • 23. desember, 2024

Stjórn og starfsmenn SSF óska félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári. Við þökkum samstarfið á árinu sem er að líða og hlökkum til að vinna með ykkur á nýju ári. Njótið samverunnar með ykkar bestu hvort sem er við lestur, spil, útivist eða annað skemmtilegt. Inn á milli yrðu smáfuglarnir glaðir að fá eitthvað gott í gogginn í kuldanum.

Lesa meira
STYRKTARSJÓÐUR SSF OG ÍÞRÓTTASTYRKUR FYRIR ALLA

STYRKTARSJÓÐUR SSF OG ÍÞRÓTTASTYRKUR FYRIR ALLA

  • 18. desember, 2024

Styrktarsjóður SSF og íþróttastyrkur greiddur af fjármálafyrirtæki Greiðsla fjármálafyrirtækja inn í Styrktarsjóð SSF er 0,7% af launum á mánuði. Iðgjald til sjúkrasjóða lang flestra annarra stéttarfélaga er 1% af launum (í grunninn byggt á 7. grein laga nr. 19/1979). Ástæðan fyrir lægra iðgjaldi hjá SSF er sú að samningsaðilar hafa sammælst um að fyrirtækin sem eru aðilar að kjarasamningi SSF greiði sjálf út íþróttastyrki til starfsmanna sinna, reyndar oft í gegnum starfsmannafélög á…

Lesa meira
TRÚNAÐARMENN LÆRA RÆÐULIST

TRÚNAÐARMENN LÆRA RÆÐULIST

  • 11. desember, 2024

Á dögunum hélt SSF námskeið fyrir trúnaðarmenn sem hafa klárað trúnaðarmannanámskeið l-ll.  Námskeiðið fól í sér kennslu í að koma fram og halda ræður. Það er gott fyrir hvern sem er, og ekki síst trúnaðarmenn, að þjálfa sig í þeirri list sem ræðulist er og geta staðið upp í pontu og tjáð sig.     Ólafur Guðmundsson, leikari og kennari í MH sá um kennsluna og var ekki annað að…

Lesa meira
HEILDARKJARASAMNINGURINN KOMINN Á HEIMASÍÐUNA

HEILDARKJARASAMNINGURINN KOMINN Á HEIMASÍÐUNA

  • 4. desember, 2024

Vekjum athygli félagsmanna á því að nú er kominn inn á heimasíðu SSF endanleg útgáfa heildarkjarasamnings SSF og SA.   Hann má finna hér: https://www.ssf.is/wp-content/uploads/2024/12/Kjarasamningur-SSF-og-SA-2024-2028-1.pdf Ýmsir kjaratengdir liðir hækka samsvarandi þeim % hækkunum sem um var samið.  Dæmi um það er upphæð fæðingarstyrks sem hækkar sem hér segir en þess má geta að upphæð fæðingarstyrks var kr. 90.438 fyrir fyrstu hækkun þessa kjarasamnings: 1.2.2024 3,25% 93.377 1.1.2025 3,50% 96.645 1.1.2026 3,50%…

Lesa meira
Tölur úr uppgjörum bankanna – miklar greiðslur til samfélagsins

Tölur úr uppgjörum bankanna – miklar greiðslur til samfélagsins

  • 22. nóvember, 2024

Ársfjórðungsleg uppgjör viðskiptabankanna vekja jafnan mikla athygli og niðurstöðurnar lenda jafnan milli tannanna á fólki, sérstaklega stjórnmálamönnum, og oft eru hinar ýmsu stærðir túlkaðar á óhefðbundinn hátt. Fókusinn er oftar en ekki settur á hagnað bankanna sem óneitanlega er mikill sé miðað við íslensk fyrirtæki. Í því sambandi skiptir auðvitað miklu að þarna er um að ræða stærstu fyrirtækin á íslenskum markaði og ef grannt er skoðað er arðsemin af…

Lesa meira
Search