EKKERT ÞAK HJÁ ÞINGMÖNNUM!
Launahækkunarþak SA rofið einu sinni enn Samkvæmt upplýsingum forsætisráðherra munu laun æðstu ráðamanna hækka um 6 til 6,3 prósent þann 1. júlí næstkomandi án 66 þús.kr. þaks. Það verður þá í annað skiptið sem launahækkunarþak Samtaka atvinnulífsins (SA) er rofið, fyrra skiptið var þegar Félag ráðgjafarverkfræðinga, eitt aðildarfélaga SA, samdi við Verkfræðingafélagið um 6,75% launahækkun án þaks. Það hefur allan tímann verið ljóst að 66 þúsund krónu þakinu var fyrst…