MOTTUMARS – ERT ÞÚ BÚINN AÐ FARA Í SKOÐUN?
Mottumars – ekki humma fram af þér heilsuna Nú er mars eða eins og hann hefur verið kallaður undanfarin ár "Mottumars". Mottumars er árlegt átak Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini hjá körlum. Þriðji hver karlmaður greinist með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Gríðarlegar framfarir hafa átt sér stað í meðferð krabbameina á undanförnum árum og fimm ára lífshorfur hafa meira en tvöfaldast frá því að skráning hófst. Mikilvægt er að…