TIL ÞINGFULLTRÚA- FÖRUM FRÁ NORÐLINGAHOLTI KL.9.30 – Mætið 9.15
.Kæru þingfulltrúar, Mæting 9.15 á Norðlingaholt. Við förum frá Norðlingaholti 9.30. Erum í beinni við vegagerðina og tökum ákvarðanir út frá því.
.Kæru þingfulltrúar, Mæting 9.15 á Norðlingaholt. Við förum frá Norðlingaholti 9.30. Erum í beinni við vegagerðina og tökum ákvarðanir út frá því.
HELLISHEIÐIN OG REYKJANESBRAUTIN ERU ÓFÆRAR SEM STENDUR. VEGAGERÐIN SEGIR GLUGGA UM 10. TÖKUM STÖÐUNA UM 9.00. VERIÐ VIÐBÚIN AÐ BREGÐAST HRATT VIÐ. FYLGIST MEÐ HÉR!
Næstkomandi fimmtudag og föstudag 17.-18. mars 2022 verður þing SSF haldið. Þingið er haldið á þriggja ára fresti þar sem 65 fulltrúar frá öllum aðildarfélögum SSF koma saman og leggja línurnar fyrir næstu 3 ár og ný stjórn sambandsins er kosin. Á meðan þingfulltrúar sinna þessum störfum fyrir stéttarfélagið og félagsmenn þess öllum til hagsbóta, eru aðrir sem taka boltann á vinnustað og leggja sitt af mörkum við að fylla…
Ef ykkur langar að hlusta á streymi af hádegisfundinum í dag, þá er hér linkur á fundinn: https://livestream.com/accounts/5108236/events/10225207
Daginn, daginn, Næstkomandi þriðjudag 8 mars kl. 12.00 á Hilton Reykjavík, Nordica (2 hæð, salur H), stendur Kvenréttindafélag Íslands fyrir viðburði undir nafninu "Er vinnumarkaðurinn vaknaður? #MeToo og lægri þröskuldur". Þetta er hádegisfundur haldinn af nokkrum stéttarfélögum þar á meðal SSF ásamt Kvenréttindafélagi Íslands í tilefni baráttudags kvenna þann 8. mars. Gert er ráð fyrir að fundurinn standi í 1 klst og 15 mínútur svo það er um að gera…
Í febrúar fór fram trúnaðarmannakosning en hún fer fram á tveggja ára fresti. Í ár tóku 26 nýir trúnaðarmenn við störfum fráfarandi trúnaðarmanna, en 69 hlutu endurkosningu. Samtals eru því 95 trúnaðarmenn sem sinna því að standa vaktina fyrir sína samstarfsmenn, hvar af 23 þeirra eru karlmenn og 72 konur. Starf trúnaðarmannsins er margþætt en meginhlutverk þeirra er að gæta hagsmuna starfsmanna og að vera tengiliðir við stéttarfélagið. SSF kappkostar…
Kæru félagsmenn, Dale Carnegie hafði samband við okkur á dögunum og býður félagsmönnum SSF 20% afslátt af mörgum námskeiðum Dale Carnegie en þau hafa löngum notið mikilla vinsælda. Hér fyrir ofan má sjá yfirlit yfir þau námskeið sem í boði eru. Það eina sem þarf að gera þegar sótt er um námskeið er að setja inn "SSF" í skilaboð í netpöntuninni til að virkja afsláttinn. Félagsmenn geta svo sótt um…
ERTU ENN AÐ HUGSA ÞIG UM? Nú styttist í frestinum til að senda inn framboð til stjórnar SSF, en hann rennur út miðvikudaginn 16da febrúar 2022 ( að honum meðtöldum). Hafir þú áhuga á að leggja þitt af mörkum til stéttarfélagsins og félagsmanna þess þá er þetta þitt tækifæri. Kosið verður á þingi SSF sem haldið verður 17-18 mars næstkomandi (ef allt gengur að óskum). Þátttaka í félagsmálum er afar…
Verður þú næsti trúnaðarmaður, nú eða stjórnarmaður SSF? Tvennt sem við viljum minna á í dag, en það eru trúnaðarmannaskosningar 9-10 febrúar og framboð til stjórnar SSF, en umsóknarfrestur er til 16 febrúar næstkomandi. Trúnaðarmaður á hverjum stað skipuleggur kosningu og tekur á móti framboðum. Skipulag og utanumhald um framboð til stjórnar er í höndum kjörstjórnar SSF. Nánari upplýsingar um hvort tveggja er að finna hér örlítið neðar á heimasíðunni.…
Dagana 9. og 10. febrúar n.k. skal kjósa trúnaðarmenn fyrir SSF og aðildarfélögin. Þeir eru kosnir til tveggja ára í senn. Við kjósum því trúnaðarmann nú fyrir tímabilið 2022-2024. Ekki þarf að ítreka mikilvægi hlutverks trúnaðarmanns á hverjum vinnustað og því hvetjum við alla félagsmenn til að taka þátt, ef ekki sem frambjóðandi, þá sem kjósandi. Á vefsíðu ssf.is má lesa ýmsar upplýsingar um hlutverk trúnaðarmannsins.