Kjarasamningur undirritaður
Í dag undirrituðu Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) og Samtök atvinnulífsins (SA) nýjan kjarasamning sem gildir frá 1.4.2019 til 1.11.2022. Megin áherslur SSF fyrir kjarasamninga 2019 voru lagðar á þingi SSF í mars síðastliðnum. Fulltrúar á þinginu samþykktu að leggja áherslu á hækkun lægri launa, styttri vinnuskyldu meðal annars með mögulegri frítöku að vetri, ákvæði um fastlaunasamninga, stöðugleika og bætta velferð. Mörg önnur atriði eru í þessum kjarasamningi, meðal annars hærri…