Trúnaðarmaður – Þinn fulltrúi á þínum vinnustað
Trúnaðarmaðurinn er fulltrúi stéttarfélagsins á vinnustaðnum, kjörinn af samstarfmönnum og þar af leiðandi umboðsmaður þeirra gagnvart atvinnurekenda og stéttarfélagi. Að því leyti er trúnaðarmaðurinn bæði í stöðu varðmanns gagnvart réttindum samstarfsmanna sinna og jafnframt upplýsingagjafi (tengiliður) stéttarfélagsins. Meginstarf trúnaðarmannsins er að gæta þess að kjarasamningar, lög og réttindi starfsmanna séu virt í hvívetna. Innan trúnaðarmannahóps SSF starfar þéttur og samheldinn hópur yfir hundrað einstaklinga með áratuga reynslu. Lesa má ítarlegri…