Viðvarandi fækkun útibúa viðskiptabankanna og starfsfólks
Undanfarin ár hefur útibúum viðskiptabankanna fækkað verulega. Í árslok 2008 voru 146 útibú viðskiptabanka starfrækt en þeim hefur fækkað jafnt og þétt niður í 84 útibú eins og þau eru nú. Mikil fækkun hefur átt sér stað á höfuðborgarsvæðinu undanfarin 6 ár, úr 37 útibúum í 21. Þá hefur útibúum haldið áfram að fækka undanfarin ár utan höfuðborgarsvæðisins en þau voru 99 talsins árið 2008 en eru nú 63. Vert…