Arion banki opnar aftur í Kringlunni
Útibú Arion banka í Kringlunni opnaði á nýjan leik í morgun, fimmtudaginn 21. september, eftir gagngerar breytingar. Endurnýjað útibú Arion banka er það fyrsta sinnar tegundar hér á landi og verður útlit útibúsins og þjónusta með nýju sniði. Markmiðið með breytingunum er að bjóða viðskiptavinum enn þægilegri bankaþjónustu. Stór þáttur í því er nýr afgreiðslutími en útibúið verður opið alla daga vikunnar á sama tíma og verslanir í Kringlunni. Ekkert…