SSF 90 ÁRA 30. JANÚAR 2025
SSF 90 ÁRA 30. JANÚAR 2025
Þann 30. janúar á því herrans ári 1935 komu saman 128 stofnfélagar úr Landsbanka Íslands og Útvegsbanka Íslands og settu á stofn okkar ágæta stéttarfélag sem þá hét SÍB, Samband íslenskra bankamanna eftir nokkurn aðdraganda. Síðan þá hefur félagið sem árið 2007 breytti nafni sínu í SSF, Samtök starfsmanna fjármálafyrirækja, vaxið og dafnað og í dag eru félagar rúmlega 3700 talsins.
Félagið er því 90 ára í ár og af því tilefni er opið hús milli kl. 15.00-18.00 á afmælisdaginn 30. janúar næstkomandi í húsakynnum SSF að Nethyl 2E. Við hvetjum þá sem hafa áhuga og komast af bæ að kíkja við hjá okkur.
Í gömlum Bankablöðum má finna ýmislegt skemmtilegt, en þau blöð má öll finna á timarit.is. Þar er m.a. að finna þessa skondnu auglýsingu.