TRÚNAÐARMANNAKOSNINGAR 9. OG 10. FEBRÚAR 2022
TRÚNAÐARMANNAKOSNINGAR 9. OG 10. FEBRÚAR 2022
Dagana 9. og 10. febrúar n.k. skal kjósa trúnaðarmenn fyrir SSF og aðildarfélögin. Þeir eru kosnir til tveggja ára í senn. Við kjósum því trúnaðarmann nú fyrir tímabilið 2022-2024.
Ekki þarf að ítreka mikilvægi hlutverks trúnaðarmanns á hverjum vinnustað og því hvetjum við alla félagsmenn til að taka þátt, ef ekki sem frambjóðandi, þá sem kjósandi.
Á vefsíðu ssf.is má lesa ýmsar upplýsingar um hlutverk trúnaðarmannsins.